Vinkona mín - og lesblinda

Ég var að spjalla við vinkonu mína um Ideas-Shared og hún var ekki alveg viss hvort hún gæti notað þessa síðu því hún hefði engar hugmyndir.
En hvað með vandamál spurði ég; nei í raun ekki” svarði hún. Ubs… ekki góð byrjun það fyrir mig.
Ég gafst ekki upp og tók við að útskýra hvað síðan gæti verið notuð fyrir, atriði sem kannski koma ekki strax upp í huga fólks. Margir halda að hugmyndirnar þurfi að vera viðskiptalegs eðlis og að setja inn vandamál sé spurning um að fá svar við einni spurningu, en svo er alls ekki málið.

Hvað ef þú ert með langveikt barn, hvað ef þér finnst þú vera einangruð og allur tími þinn fer í að sjá um barnið og þú hefur ekki tíma til að leita þér hjálpar. Þetta er hlutskipti margra og þeir eru ekki neitt að væla yfir því en væri ekki hægt að nota samskiptaformið betur til að auðvelda hlutina þó ekki væri nema að litlu leyti?  Væri ekki gott að vera í sambandi við aðra sem eru svipuðum aðstæðm og vita hvaða vandamál þeir eru að fast við?  Veist þú hvar bestu hjálpina er að finna, hvað virkar og hvað ekki.  Það geta verið  vandamál með skólann, pössun, keyrslu milli staða og margt, margt annað. Þessir hlutir geta svo breyst nánast frá degi til dags og þess vegna er gott að hafa aðgang nýjustu upplýsingum sem aðrir í svipuðum aðstæðum hafa. Það er nú líka einu sinni þannig að oft á tíðum talar fólk meira saman í gegnum netið en endilega á förnum vegi. Svona hópa er auðvelt nota til að vinna saman, hjálpast að og skipuleggja sig.

“Já þú meinar það”, sagði vinkona mín.
 Upp úr þessu kom svo ljós að barnið hennar er með lesblindu.  Það var vandamál í skólanum og henni fannst skólinn ekki sýna þessu nægjan áhuga. Hún vissi að það voru allavega 4 önnur börn í bekk barnsins hennar með lesblindu en hún var ekki í neinu sambandi við þá foreldra. Ef það eru fimm börn í þessum bekk hvað eru þá margir lesblindir krakkar í öllum skólanum? Líður þeirra foreldrum eins og ef svo er væri ekki auðveldara að bera saman bækur sínar og tala við skólayfirvöld saman?
Afhverju ekki að setja upp hóp til að vinna saman og deila upplýsingum! Það er oft erfitt að halda fundi sem allir geta mætt á á sama tíma en í svona hóp geta menn rætt málin og sett inn upplýsingar þegar þeim hentar.  Fljótlega spyrst orðið út og fleirri og fleirri foreldrar skrá sig og taka þátt í umræðunni og láta hlutina gerast. Inn í hópnum byggjast upp og geymast upplýsingar í hugmynda- og vandamálaskrám sem munu nýtast hópum núna sem og í framtíðnni. Fólk getur svo notað innbyggt póstkerfi og vegg til að vera í sambandi innan hópsins sem og setja upplýsingar út úr hópnum til að fá aðra til að taka þátt.

Með því að vinna svona saman fá menn stuðning og hjálp frá hvor öðrum, menn læra af þinni reynslu og þú af reynslu annarra. Sameiginlega komið  þið vonandi upp með betri lausnir handa börnunum ykkar. Við erum á endanum öll voðalega lík og glímum daglega við svipuð vandamál – afhverju ekki að biðja fólk um aðstoð og kannski aðstoða aðra í leiðinni!

“Vonandi mun vinkona mín núna nota síðuna til að setja upp hóp og vinna saman með foreldrum annarra lesblindra barna í skólanum”.
Ívar


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ívar Ingimarsson

Höfundur

Ívar Ingimarsson
Ívar Ingimarsson

Ég er fæddur og uppalinn á Stöðvarfirði og er ég einn stofnenda ideas-shared.com sem er samskiptasíða byggð í kringum, hugmyndir, vandamál og undirskriftalista. Síðan er fyrir alla þá sem vilja vinna saman og nýta þá sameiginlegu, menntun, reynslu og þekkingu sem tengist netinu til að láta hlutina gerast.

 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...chment_aspx
  • Einstein
  • Góð hugmynd
  • www.ideas-shared.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband